Kauptu hlut í íbúðinni, búðu í henni allri
Fasteignafélagið G1 býður sameignarlausn á sínum verkefnum í samstarfi við Aparta. Þú leggur fram að lágmarki 10% af kaupverði fasteignar og Fasteignabrú leggur til allt að 25% á móti. Við kaupum eignina saman, en þú býrð í henni með 100% afnotarétti.
Þitt eigið fé
Fasteignabrú kaupir
Íbúðalán
Svona virkar það
Finndu nýja heimilið þitt
Finndu G1 eignina sem hentar þér og notaðu Aparta reiknivélina til að sjá hvað hún kostar. Segðu fasteignasalanum að þú viljir kaupa með Fasteignabrú sem meðeiganda og leggðu inn tilboð.
Kauptu með okkur
Þegar tilboðið er samþykkt og fjármögnun er tryggð, gerir þú kaupsamning, sameignarsamning og leigusamning við Fasteignabrú. Fasteignasalinn aðstoðar í ferlinu.
Býrð í allri eigninni
Við afhendingu flytur þú inn og býrð með fullum afnotarétti, alveg eins og þú ættir hana að öllu leyti sjálf/ur. Á samningstímanum getur þú keypt hlut Fasteignabrúar eða selt eignina.
Grensásvegur 1
Íbúðir Fasteignafélagsins G1 á Grensásveg 1 standa á fullbúinni lóð með skemmtilegum inngarði sem húsin á lóðinni ramma inn. Íbúðirnar eru fullbúnar með góðum tækjum, gólfefni á öllum rýmum, innfeldum ljósum og ljósaspegli á baðherbergi. Í bílakjallara er aðgengi að bílastæðum þar sem búið er að koma upp ON hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla og möguleiki á deilibílum frá Brimborg fyrir íbúa til daglegra nota. Nútímaleg hönnun íbúða og gæða frágangur í fyrirrúmi, hvort sem um er að ræða utanhúss eða að innan. Meðalstærð íbúða á Grensásvegi 1 er um 85m2 sem hentar vel ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref inn á fasteignamarkaðinn, nú eða þeim sem hafa hug á að minnka við sig
- Íbúðir til söluAllt að 183
- AtvinnuhúsnæðiAllt að 4.000 m²
- BílastæðiRúmlega 180 stæði

Hvað er Aparta?
Aparta gerir þér kleift að kaupa íbúð á sveigjanlegri hátt. Hvort sem þú ert að kaupa þína fyrstu íbúð eða næstu, gerir Aparta það auðveldara að velja heimilið sem hentar þér best.
Fasteignabrú fjárfestir með þér – allt að 25% af kaupverðinu. Við eigum eignina saman, en þú býrð í allri íbúðinni og hefur full afnotaréttindi. Síðar getur þú keypt hlut Fasteignabrúar eða selt eignina.
Samningsskilmálar í stuttu máli:
- Fasteignabrú fjárfestir með þér allt að 25% af kaupverðinu í gegnum Aparta
- Sveigjanlegt samningstímabil: 3–10 ár
- Þú býrð í íbúðinni og greiðir fasta mánaðarlega húsaleigu
- Húsaleigan er verðtryggð eins og almennt tíðkast með langtíma leigusamningum

Reiknivél
Athugaðu hversu mikið Fasteignabrú getur keypt með þér
Fylltu út fasteignaverð og lán til að sjá áætlun. Nákvæmar upphæðir eru ákvarðaðar þegar þú sækir um.